Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

BEST stærðfræðikeppnin

22.04.2009 06:28
BEST stærðfræðikeppnin

Krakkar í 9.bekk í flugferðarhóp í stærðfræði hafa undanfarið verið að vinna að verkefni í sambandi við stærðfræðikeppnina BEST. Þessir kláru krakkar voru þau einu sem komust inn í keppnina úr Garðaskóla. Fyrst þurftu þau að leysa tvenn verkefni á vegum keppninnar og nú eru þau í 9 bekkja úrslitum.

Til að geta keppt í úrslitunum þurftu þau að ákveða hvað þau skildu taka fyrir. Þemað í ár var stærðfræði og umhverfið. Erfitt var að ákveða hvaða efni þau myndu taka fyrir en komust þau að samkomulagi um að nota leikskólann Bæjarból .

Krakkarnir þurftu að skila inn framvinduskýrslu og faglegri skýrslu ásamt því að þau bjuggu til líkan af leikskólanum. Þetta er búið að vera skemmtileg tilbreyting frá venjulegu námsefni og þau vona það allra besta , því nú er bara að bíða og sjá hvernig gengur. Keppnin mun enda á því að nokkrir krakkar munu taka það að sér að kynna verkefnið fyrir dómurum og þeir munu meta það. Þá er bara að segja : Áfram Garðaskóli !

Til baka
English
Hafðu samband