Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnardagar í Garðaskóla

04.11.2008 20:17
Forvarnardagar í Garðaskóla Árlegur forvarnardagur í skólum landsins er 6.nóvember að þessu sinni.Það var forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sem átti hugmyndina að deginum og aðstandendur auk hans eru Bandalag Íslenskra skáta og Íþróttasamband Íslands.

Í Garðaskóla er sannkölluð forvarnarvika. Undanfarnar tvær vikur hafa nemendur 10. bekkja unnið að kennsluefni um forvarnir í lífsleiknitímum.Í þessari viku kenna þeir síðan 8.bekkjum skólanns. Undirbúningur 10. Bekkinganna hefur verið afar vandaður og á meðfylgjandi myndum sjást nokkrir þeirra flytja einum 8. bekkjanna efnið. Níundu bekkingar fá síðan forvarnarverkefni,sem unnið hefur verið sérstaklega fyrir árganginn í lífsleiknitímum vikunnar.
Til baka
English
Hafðu samband