Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimanámsaðstoð

11.09.2008
Heimanámsaðstoð hófst 8. september eða síðastliðinn mánudag. Frá og með 15. september mun hún fara að öllu leyti fram í stofu 102 sem er breyting frá áður auglýstu skipulagi. Stofur 103 og 104 verða einnig notaðar þegar aðsókn verður mikil.

Hér fyrir neðan sjáið þið hvenær og hvaða námsgreinar eru í boði þá þrjá daga sem aðstoðin fer fram. Nemendur geta engu að síður unnið að heimanámi í öðrum greinum en þeim sem tilgreindar eru hverju sinni.

Heimanámstaflan verður ávallt aðgengileg á heimasíðu Garðaskóla.

Við vonum að þessi þjónusta muni nýtast vel og við sjáum sem flesta.
Til baka
English
Hafðu samband