Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útskrift og skólaslit

05.06.2022 22:23


Útskrift 10. bekkja úr Garðaskóla verður haldin þriðjudaginn 7. júní næstkomandi í íþróttahúsinu Ásgarði og hefst kl. 17:00. Athugið að nemendur eiga að mæta í sína umsjónarstofu kl. 16:30. Á sama tíma opnar húsið fyrir forráðafólk. Vegna takmarkaðs sætaframboðs er þess óskað að hver nemandi takmarki gesti sína við tvo. Í þeim tilvikum þar sem nemandi á fleiri foreldra mega gestir þó verða allt að fjórir.

Að útskriftarathöfninni lokinni bjóðum við nemendum og aðstandendum upp á kaffi/djús og köku í matsal Garðaskóla.

Skólaslit nemenda í 8. bekk fara fram miðvikudaginn 8. júní kl. 9:00 á sal skólans og sama dag kl. 10:00 eru skólaslit hjá 9. bekk. 

Til baka
English
Hafðu samband