Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasetning 24. ágúst - breyting

13.08.2021 15:18

Nemendur í 9. bekk eiga að mæta kl. 10:00 í sína umsjónarstofu. Skóladegi þeirra lýkur um kl. 11:00. Nýir nemendur í árgangnum eru beðnir um að mæta kl. 9:45 á skrifstofu skólans.     

Nemendur í 10. bekk eiga að mæta kl. 10:30 í sína umsjónarstofu. Skóladegi þeirra lýkur um kl. 11:30. Nýir nemendur í árgangnum eru beðnir um að mæta kl. 10:15 á skrifstofu skólans.     

Nemendur í 8. bekk eiga að mæta kl. 13:00 í sína umsjónarstofu. Forráðafólk þeirra fær póst síðar í dag frá umsjónarkennara með númeri heimastofunnar. Þegar nemendur mæta í skólann mun starfsfólk taka á móti þeim og vísa þeim í rétta átt. Skóladegi nemenda í 8. bekk lýkur kl. 15:00. 


Miðvikudaginn 25. ágúst mæta svo allir árgangar í skólann kl. 8:30 í sína umsjónarstofu og eru með umsjónarkennara sínum til 13:30. Fimmtudaginn 26. ágúst hefst svo kennsla samkvæmt stundaskrá.

Við minnum á að nemendur fá námsgögn hjá okkur, en þurfa sjálfir að koma með skólatösku undir námsbækur, pennaveski fyrir ritföng auk fatnaðar fyrir íþrótta- og sundtíma. Eldri nemendur nýta áfram þá vasareikna sem þeir hafa haft en nemendur í 8. bekk fá vasareikna afhenta í stærðfræðitíma.

Athugið að Skólamatur mun afgreiða heitan mat frá og með 25. ágúst. Forráðamenn þurfa að skrá nemendur í mataráskrift á www.skolamatur.is.

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu er foreldrum ekki boðið að koma á skólasetningu.

Til baka
English
Hafðu samband