Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hefðbundið skólastarf eftir páska

31.03.2021 20:51

Nú er ljóst að við munum hefja hefðbundið skólastarf að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 6. apríl kl. 9:25. Samkvæmt nýrri reglugerð um skólastar, sem gilda á til 15. apríl, gildir 50 manna hámark nemenda í rými ekki um sameiginleg svæði eins og ganga og matsal og því er eina breytingin fyrir nemendur sú að sjálfsskömmtun í mötuneyti verður aflögð og starfsfólk mun bera andlitsgrímur í ríkari mæli.

Sá fyrirvari á þessu er þó sá að sóttvarnarlæknir hefur áskilið sér rétt til að gefa út nýtt minnisblað um skólastarf verði mikið um smit utan sóttkvíar á næstu dögum.

Við hlökkum til að sjá nemendur hressa og káta eftir gott frí og óskum ykkur öllum gleðilegra páska. 

Til baka
English
Hafðu samband