Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
24.03.2021 21:39
Vegna þeirra hertu sóttvarnaraðgerða sem taka gildi nú á miðnætti er ljóst að skólahald í Garðaskóla fellur niður fram að páskum. Við gerum jafnframt ráð fyrir því að skólahald verði með breyttu sniði að páskaleyfi loknu. Við munum upplýsa nemendur og foreldra um fyrirkomulag skólastarfs eftir páska um leið og við höfum fengið nánari leiðbeiningar.

Þeir nemendur sem þurfa að sækja námsgögn eða aðra persónuelga muni í nemendaskápana geta gert það á morgun á milli 9 og 15. Eingöngu nemendur mega koma inn í skólann og skulu þeir vera með andlitsgrímu og spritta hendur um leið og þeir koma inn.
Til baka
English
Hafðu samband