Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breytt skólahald vikuna 8.-12. mars

02.03.2021 11:37

Kæru foreldrar/forráðamenn

Vikuna 8.-12. mars nk. verður skólahald Garðaskóla með töluvert breyttu sniði þar sem samræmd próf og skíðaferð eða útivistardagur lita skólavikuna skemmtilegu lífi.

 

8. bekkur.

Nemendur 8. bekkja eiga venjulega skólaviku að undanskildum föstudeginum 12. mars sem er ÚTIVISTARDAGUR. Þann dag fara allir 8. bekkingar saman upp í Bláfjöll ásamt kennurum og starfsfólki skólans. Þeir sem það vilja fara á skíði, bretti eða gönguskíði.

Þeir nemendur sem eru í mataráskrift hjá Skólamat fá með sér samloku og drykk upp í fjall. Annað nesti þurfa nemendur að taka með sjálfir.

Þeir nemendur sem ekki eru skráðir í Skólamat þurfa að gæta að því að taka með sér nægt nesti fyrir daginn. Heitt kakó á brúsa er alltaf vel til fundið.

Athugið að veitingasala í fjallinu er lokuð og því ekki hægt að versla sér mat á staðnum.

 

9. bekkur.

Dagana 8.- 10. mars þreytir 9. bekkur samræmd próf í íslensku, stærðfræði og ensku. Nemendur mæta til prófs fyrir hádegi. Mæting er kl. 9:20 og hefst próf stundvíslega kl. 9:30

Mánudagur 8. mars

Samræmt próf í íslensku

 

Þriðjudagur 9. mars

Samræmt próf í stærðfræði

 

Miðvikudagur 10. mars

Samræmt próf í ensku

 

 

Eftir hádegi þessa daga bjóðum við upp á smiðjur sem nemendur geta nýtt sér til undirbúnings eða lærdóms ef vilja. Smiðjunar verða frá kl. 13:20-15:20 á bókasafni skólans, í Ásnum.

Taka skal fram að þeir nemendur sem þurfa á lestraraðstoð að halda fá slíka í prófunum en prófin eru öll rafræn og hljóðskrár fylgja og opnast hjá þeim nemendum sem skráðir eru með slíka aðstoð.

Hádegismatur er í skólanum þessa daga eins og venja gerir ráð fyrir.

Dagana 11.-12. mars stendur félagsmiðstöðin Garðalundur í samstarfi við Garðaskóla fyrir skíðaferð 9. bekkja upp í Bláfjöll. Póstur hefur farið frá félagsmiðstöðinni til forráðamanna allra þátttakenda með upplýsingum um ferðina.

Þeir nemendur sem EKKI fara í skíðaferð mæta í skólann samkvæmt stundaskrá. Dagskrá þessara daga verður þó með breyttu sniði svo allir munu því fá tækifæri til að gera sér einhvers konar dagamun þessa daga J

 

10. bekkur.

Dagana 10.-12. mars stendur félagsmiðstöðin Garðalundur í samstarfi við Garðaskóla fyrir skíðaferð 10. bekkja til Akureyrar. Póstur hefur farið frá félagsmiðstöðinni til forráðamanna allra þátttakenda með upplýsingum um ferðina.

 

Þeir nemendur sem EKKI fara í skíðaferð mæta í skólann samkvæmt stundaskrá. Dagskrá þessara daga verður þó með breyttu sniði svo allir munu því fá tækifæri til að gera sér einhvers konar dagamun þessa daga J

Til baka
English
Hafðu samband