Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skipulag skólastarfs

02.11.2020 16:14

Kæru nemendur og foreldra/forráðamenn

Starfsfólk Garðaskóla hefur í dag unnið hörðum höndum að því að endurskipuleggja skólastarfið með það að markmiði að huga að öryggi og heilsu allra, nemenda og kennara, og að tryggja það að nemendur fái áfram fyrsta flokks menntun.

Þar sem við getum ekki tryggt tvo metra á milli nemenda er ljóst að frá og með morgundeginum er grímuskylda í Garðaskóla fyrir starfsfólk og nemendur. Allir eiga að vera með grímu frá því að þeir ganga inn í skólann og þangað til þeir ganga út. Þeir nemendur sem eiga grímu, sérstaklega þeir sem eiga fjölnota, eru beðnir um að koma með hana í skólann. Skólinn mun útvega grímu fyrir þá sem vantar.

Vegna þess hve heftandi það er að vera með grímu og vegna þess að við getum hvorki leyft frímínútur né matarhlé verður skóladagur nemenda 2,5 klukkustundir dag hvern, en auk þess er gert ráð fyrir fjarnámi.

Nemendur munu hitta umsjónarkennarann sinn á hverjum degi, en auk þess fá þeir tíma hjá fagreinakennara í öllum bóklegum fögum a.m.k. einu sinni í viku.

Fram til 17. nóvember verður skóladagur nemenda eftirfarandi:

Nemendur í 8. bekk eiga að mæta kl. 8:30 og eru til 11:00.

Nemendur í 9. bekk eiga að mæta kl. 9:30 og eru til 12:00.

Nemendur í 10. bekk eiga að mæta kl. 10:30 og eru til 13:00.

Nemendur eiga að mæta í sína umsjónarstofu, nema 9. HS sem á að mæta í Ásinn (bókasafnið)

Enn er verið að vinna í stundaskrá hvers bekkjar fyrir sig. Stundatöflur verða birtar á heimasíðu skólans um leið og þær verða tilbúnar, sem verður þó ekki fyrr en í kvöld, auk þess sem þær verða kynntar fyrir nemendum í skólanum á morgun.

Ég vil ítreka að vegna þess að enginn matar- eða nestistími verður í skólanum er mikilvægt að nemendur séu búnir að borða vel áður en þeir koma í skólann.

 

Með samstarfskveðju;

Jóhann Skagfjörð, skólastjóri.

Til baka
English
Hafðu samband