Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Almannavarnir senda bréf vegna COVID-19

12.03.2020 17:12
Almannavarnir senda bréf vegna COVID-19

Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra sendi í vikunni út bréf til nemenda og forráðamanna í grunnskólum vegna COVID-19. Í bréfinu er farið yfir skyldur okkar til að fylgjast vel með stöðunni, hlýða tilmælum þegar það á við og sýna nærgætni í óvenjulegum aðstæðum.

Til að hægja á og minnka útbreiðslu COVID-19 eru grunnskilaboðin þessi:

Hreinlæti er fyrir öllu: Þvoum okkur oft og vel um hendurnar með vatni og sápu. Gott er að nota líka handspritt ef hendur eru ekki sýnilega óhreinar.
✓ Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann eða í bréf en ekki í hendurnar eða út í loftið.
✓ Gætum þess að snerta andlitið sem minnst með höndunum, t.d. augun, munninn og nefið því þannig getur veiran komist inn í líkamann.
✓ Forðumst faðmlög, kossa og knús, notum heldur brosið. Þannig er hægt að forðast smit og forðast að smita aðra.
✓ Forðumst náin samskipti við þá sem eru veikir.
✓ Tökum hlutunum með ró og förum eftir leiðbeiningum.

Það sem allir þurfa til viðbótar að hugsa um er t.d.:

  • Ef þú færð sjúkdómseinkenni (hita, þreytu, beinverki o.s.frv.) - vertu heima! Hringdu í síma 1700 ef þig vantar leiðbeiningar um hvað þú átt að gera.
  • Ef þú varst að ferðast, eða ert á leiðinni í ferðalag: fylgstu mjög vel með skilgreindum hættusvæðum á vef landlæknis.

Nánari upplýsingar eru í bréfinu frá almannavörnum:

 

Bréf um COVID-19 á íslensku (pdf)

Letter about COVID-19 in English (pdf)

List w sprawie COVID-19 w języku polskim (pdf)

Til baka
English
Hafðu samband