Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólapeysur og jólabókaflóð

17.12.2019 10:13
Jólapeysur og jólabókaflóð

Garðaskóli er í óðaönn að undirbúa sig fyrir jólin. Nemendur 8. bekkjar fá forskot á jólabókaflóðið í þessari viku en allir bekkir árgangsins koma við á skólabókasafninu á "Stefnumót við jólabækurnar". Hópnum er skipt upp í hringekju með viðkomu á mismunandi borðum þar sem finna má valdar jólabækur sem hægt er að glugga í. Ef eitthvað vekur áhuga geta nemendur skráð hjá sér titil og höfund.

Annar liður í jólaundirbúningum var samkeppni um bestu jólapeysuna. Nemendur hafa síðustu vikur getað nálgast blað á bóksafninu þar sem hægt var að hanna/lita/skreyta sína útgáfu af jólapeysu. Allar peysurnar voru svo hengdar upp til sýnis og dómnefnd fengin til að verðlauna hallærislegustu peysuna og þá frumlegustu. Ásgerður Sara í 8. SÁ stóð uppi með hallærislegustu peysuna en Sandra Björg 10. RT var með þá frumlegustu. Í verðlaun fengu þær báðar miða á skautasvellið á Ingólfstorgi. 

Hægt er að sjá myndir af verðlaunapeysunum í mynsafninu á heimasíðunni.

Til baka
English
Hafðu samband