Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfamessa Garðaskóla

16.12.2019 09:56
Starfamessa Garðaskóla

Starfamessa Garðaskóla, sem haldin var 13. desember síðastliðinn, er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi nemenda og starfsmanna en þar býðst öllum árgöngum kynning á fjölbreyttum starfsvettvangi aðstandenda í 10. bekk. Auk þess eru aðrar tengingar í atvinnulífinu virkjaðar til að fá sem breiðastan hóp gesta. Kynningar sem þessar er ein leið af mörgum til að aðstoða nemendur við  að taka ákvörðun um nám og/eða störf og opna hug nemenda fyrir fjölbreyttu námi og störfum.

Eins og fyrri ár sáu náms- og starfsráðgjafar og kennarar Garðaskóla um undirbúning sem fól meðal annars í sér umræðu um hentugar spurningar til þeirra sem voru að kynna störf sín, til dæmis:

- Á hvaða braut/hvaða námsleið valdir þú eftir grunnskóla?
Hvað tók við eftir framhaldsskólann?
- Á hvaða hátt nýtist námið þér í dag?
- Hvað var skemmtilegast á námsferlinum þínum?
- Hvað var erfiðast á námsferli þínum?
- Mælir þú með menntun þinni?
- Finnst þér gaman í vinnunni?
- Hvað er erfiðast í vinnunni þinni?
- Hefur þú skipt um vinnu á starfsferli þínum? Af hverju?

Starfamessa væri ekki möguleg án aðkomu aðstandenda og aðila úr atvinnulífinu. Garðaskóli þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og hlakkar til að endurtaka leikinn að ári.

Hægt er að sjá myndir frá Starfamessunni 2019 í myndsafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband