Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frístundin Garðahraun opnar í Garðaskóla

12.08.2019 20:58
Frístundin Garðahraun opnar í Garðaskóla

Frístundin Garðahraun er til húsa í Garðaskóla og hefst starfsemi hennar þann 26.ágúst.

Meginhlutverk Garðahrauns er að bjóða börnum með sérþarfir í 5.-10.bekk við grunnskóla í Garðabæ sem eiga lögheimili í Garðabæ upp á fjölbreytt og skapandi tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur, til klukkan 17:00.

Markmið frístundarinnar er að veita börnum sem þar dvelja öruggt athvarf og bjóða þeim upp á skipulagðar tómstundir við hæfi hvers og eins. Lögð er áhersla á virðingu fyrir einstaklingnum, fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og foreldrasamstarf.
Boðið er upp á síðdegishressingu í Garðahrauni.

Umsóknareyðublað má finna undir sjötta lið í dálknum eyðublöð, á Minn Garðabær.

Nánari upplýsingar
Staðsetning: Garðaskóli, Vífilsstaðavegi, stofa 212
Símanúmer Garðahrauns: 8208594
Deildarstjóri: Karítas Bjarkadóttir, sími: 8453220 og netfang: karitasbja@gardaskoli.is

 

 

Til baka
English
Hafðu samband