Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
27.11.2018 09:45
Tölvutætingur í Hönnun og tækni

Hönnun og tækni er kynjaskipt valfag þar sem nemendur vinna með ýmis þemu tengt tækninni.

Kosið var um þemu í byrjun skólaársins og var eitt af þeim Tölvutætingur. Þar sem kennari valfagsins hafði aldrei tekið tölvu í sundur áður var brugðið á það ráð að leita til fagaðila sem gæti leiðbeint og mánudaginn 19. nóvember mætti Hörður Bragason, rafeindavirki hjá Origo, í tvær kennslustundir hjá hópunum.

Hörður byrjaði á að fara yfir almennar upplýsingar og hvað þyrfti að varast þegar raftæki væru tekin í sundur. Eftir innalögnina fengu allir nemendur borðtölvu í hendurnar (turna og litlar borðtölvur) og hófust handa við að taka m.a. úr vinnsluminnið, harða diskinn, viftuna og móðurborðið. Síðar sömu viku héldu nemendur áfram að vinna með sínar tölvur (og sumir settu þær aftur saman) en aðrir spreyttu sig á að taka fartölvur í sundur eftir leiðbeiningum af netinu.

Hægt er að sjá myndir frá tölvutætingnum í myndsafninu.

Til baka
English
Hafðu samband