Listaverk í mótun í Miðju
02.10.2018

Nokkrir nemendur í valfaginu Myndlist eru um þessar mundir að vinna við að fegra Ásinn, skólasafnshluta nýja upplýsingvers Garðaskóla. Verkefnið felur í sér hugmyndavinnu og útfærslu á málun hvítrar súlu sem finna má á skólasafninu og er stýrt af Degi tón- og myndlistarkennara.
Hugmyndin spratt út frá ævintýrinu Jói og baunagrasið en hefur síðar þróast út í hinar ýmsu kynjaverur bókamenntanna. Það verður áhugavert að sjá hvort fleiri fletir verði málaðir í framtíðinni eftir að þessu verkefni lýkur.