Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stúlkur í 9. bekk á Stelpur og tækni 2018

08.05.2018 11:22
Stúlkur í 9. bekk á Stelpur og tækni 2018

Viðburðurinn Stelpur og tækni var haldinn í fimmta skipti fimmtudaginn 3. maí síðastliðinn. Stelpum í 9. bekkjum grunnskóla landsins er boðin þátttaka í viðburðinum og voru 40 stelpur í Garðaskóla skráðar til leiks. Dagurinn er haldinn af Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail.  Tilgangurinn er að kynna möguleika í tækninámi  og störfum fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tækni og opna augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.

Garðaskólastelpur byrjuðu daginn á því að fara í heimsókn í Marel. Góður hópur kvenkyns starfsmanna sá um að leiða stelpurnar um húsið og gaf þeim innsýn í starfsemina sem fram fer þar. Heimsókninni var lokið með hádegisverði í boðið fyrirtækisins.

Eftir hádegið var hópurinn ferjaður í Háskólann í Reykjavík þar sem stelpurnar tóku þátt í vinnusmiðjum undir stjórn félags kvenna í tölvunarfræði annars vegar og Tækniskólans hinsvegar.

Hópurinn var sammála um að dagur sem þessi sé frábært tækifæri til að fá innsýn í þá möguleika sem bjóðast stelpunum á vinnumarkaði að loknu tækninámi.

Hægt er að sjá myndir frá deginum í myndasafninu.

Til baka
English
Hafðu samband