Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vel heppnaðir spjallfundir

03.05.2018 22:51
Vel heppnaðir spjallfundir

Í kvöld mættu yfir 40 foreldrar nemenda í 8. og 9. bekk og báru saman bækur sínar um hvernig best er að styðja við unglingana okkar. Foreldrafélagið stóð fyrir spjallfundinum, Tryggvi Már Gunnarsson deildarstjóri hélt utan um skipulag og umsjónarkennarar voru umræðustjórar. Þátttakendur tóku þátt í snörpum umræðum á fimm borðum þar sem fjallað var um atriði á borð við samskipti, netnotkun, umferðarmenningu og heilbrigða lífshætti.

Samhljómur var í niðurstöðum foreldra sem voru helstar að foreldrar vilja samræma rafrænan útivistartíma unglinga, standa saman um hjálmanotkun unglinga og tala saman þegar þeir sjá að eitthvað mætti betur fari hjá einhverjum unglingi í hópnum.

Ítarlegri niðurstöður verða teknar saman og sendar öllum forráðamönnum fljótlega.

Til baka
English
Hafðu samband