Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
07.09.2017 08:30
Nemendur fræðast um Hernámssetrið að Hlöðum

Nemendur í valáfanganum Síðari heimsstyrjöldin fóru í fyrstu vettvangsferð sína í Hvalfjörðinn á dögunum, en þar má finna Hernámssetrið að Hlöðum.

Á safninu eru mikil söguleg verðmæti frá stríðsárunum sem eru í einkaeigu Guðjóns Sigmundssonar (Gauja Litla) og rekur hann safnið. Það var því vel við hæfi að heimsstyrjaldarþyrstir nemendur færu í heimsóknina ásamt kennurunum Hilmari Sigurjónssyni og Reyni Engilbertssyni.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband