Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útskrift í 10. bekk vorið 2017

09.06.2017 12:57
Útskrift í 10. bekk vorið 2017

Föngulegur hópur nemenda og aðstandenda mætti á útskrift 10. bekkjar Garðaskóla þann 8. júní og var salurinn fullur af fólki þegar Ásta Huld deildarstjóri nemendamála setti formlega dagskrá kl. 17:00.

Boðið var upp á tónlistaratriði frá 9. og 10. bekk en einnig tóku til máls Katrín Elva Elíasardóttir í 10. EE og Eyjólfur Andri Arason 10. RS sem fulltrúar nemenda. Brynhildur skólastjóri fór yfir skólaárið og þriggja ára skólagöngu nokkurra ónefndra nemenda með vísun í bréf útskriftarnemenda til Garðaskóla sem skrifuð voru fyrir skólaslit. Hún lagði þeim þó einnig góðar lífsreglur áður en fulltrúar fagdeilda, Garðalundar og Rótarýklúbbsins Garðar veittu verðlaun fyrir góðan námsárgangur, félagsmálaval og lífsleikni.

Auk ofangreindra verðlauna var sérstaklega verðlaunað fyrir framúrskarandi ástundun og framúrskarandi námsárgangur á grunnskólaprófi.

Verðlaun fyrir framúrskarandi ástundun í 10. bekk hlutu:

Hugrún Greta Arnarsdóttir 10. SÁ

Margrét Þóra Sæmundsdóttir 10. SÁ

Ísabella Gunnarsdóttir 10. ES

Baldvin Birnir Konráðsson 10. SR

Verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur á grunnskólaprófi í 10. bekk hlutu:

Anna Katrín Hálfdanardóttir 10. EE

Árni Eyþór Hreiðarsson 10. ES

Heiðrún Arna Ottesen Þóroddsdóttir 10. SR

Helga María Magnúsdóttir 10. RT

Að lokinni formlegri dagskrá tóku við mikil veisluhöld en nemendur og aðstandendur lögðu saman í glæsilegt veisluborð. Myndir frá útskrift 10. bekkjar má finna í myndasafni Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband