Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
08.06.2017 13:34
Skólaslit hjá 8. og 9. bekk

Margt var um manninn við skólaslit nemenda í 8. og 9. bekk í morgun. Boðið var upp á tónlistaratriði hjá báðum árgöngum en auk þess fóru Brynhildur skólastjóri og Ásta Huld deildarstjóri nemenda yfir veturinn og hvað væri framundan næsta skólaár.

Eins og venja er fengu nokkrir nemendur í hvorum árgangi sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi mætingu og framúrskarandi námsárangur. Þau leiðinlegu mistök voru gerð að við útskrift 9. bekkinga fékk Jóhann Baldur Jóhannsson í 9. KS ekki viðurkenningu fyrir framúrskarandi ástundun. Það var þó bætt úr því hið snarasta eftir athöfn og Jóhanni Baldri afhent bæði viðurkenning og blóm fyrir árangurinn.

Nemendur sem fengu verðlaun voru:

8. bekkur

Davíð Óttarsson 8. RÁG - framúrskarandi ástundun

Dagmar Íris Hafsteinsdóttir 8. RÁG - framúrskarandi ástundun

Helga Margrét Ólafsdóttir 8. RBÞ - framúrskarandi námsárangur

Magnús Stephensen 8. HT - framúrskarandi námsárangur

9. bekkur 

Eysteinn Arnar Waagfjörð 9. KFS - framúrskarandi ástundun

Jóhann Baldur Jóhannsson 9. KS - framúrskarandi ástundun

Sara Ellertsdóttir 9. KS - framúrskarandi námsárangur

Róbert Orri Ragnarsson 9. SSH - framúrskarandi námsárangur

Myndir frá skólaslitum má finna í myndasafni Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband