Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
13.02.2017 13:14
Nútímadans í Garðaskóla

Kynslóðir koma saman

Í lok vorannar stendur nemendum Garðaskóla til boða að taka þátt í verkefni með þýska danskennaranum Birgit Asshoff. Birgit er nútímadansari og danshöfundur og hefur sérhæft sig í að skapa dans með almennum borgurum. Hún leggur áherslu á að leiða saman ólíka samfélagshópa og í verkefninu í Garðaskóla verða unglingar í samstarfi við eldri borgara. Hjúkrunarheimilið Ísafold er samstarfsaðili að verkefninu.

Verkefnið felst í því að 10-15 unglingar og nokkrir eldri borgarar í Garðabæ munu búa til dansverk saman. Unglingarnir munu æfa í heila viku í Garðaskóla og hluta tímans munu þeir vinna með eldri borgurunum. Hópurinn mun skapa dansverk sem sýnt verður opinberlega í lok verkefnisins.

Námskeiðið er nemendum að kostnaðarlausu en aðeins 10-15 unglingar komast að í hópnum. Bæði strákar og stelpur eru hvött til að vera með.

Nauðsynlegt að hafa í huga áður en sótt er um:

  ·  Þátttakendur í dansverkefninu munu ekki taka þátt í öðru skólastarfi á meðan (síðustu skóladagar og vorferðir). Þeir þurfa að vera tilbúnir að taka þátt í sýningu á dansverkinu á opinberum stað, t.d. bókasafni eða tónleikasal.
  ·  Samþykki forráðamanna er nauðsynlegt, skila þarf neðsta hluta þessa blaðs á skrifstofu Garðaskóla í síðasta lagi 13. febrúar.
  · Ef aðsókn er mikil og velja þarf úr hópi umsækjenda skiptir rökstuðningur umsækjenda í umsókninni miklu máli. Skólastjóri ber ábyrgð á vali í hópinn.


Tími og staður:

Verkefnið tekur heila skólaviku og fer fram 29. maí – 2. júní 2017, kl. 8.30-14.30 alla dagana. Þátttakendur í verkefninu taka ekki þátt í öðru skólastarfi þessa viku. Námskeiðið mun fara fram í Garðaskóla.

Nánari upplýsingar gefur Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla, í síma 590 2590 og netfangi brynhildur@gardaskoli.is.

Umsóknir má nálgast á skrifstofu Garðaskóla og skal skila þeim þangað í síðasta lagi mánudaginn 13. febrúar 2017.

Til baka
English
Hafðu samband