Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaleyfi í Garðaskóla

19.12.2016 12:53
Jólaleyfi í Garðaskóla

Þriðjudagurinn 20. desember er síðasti skóladagur í Garðaskóla fyrir jólaleyfi. Nemendur mæta í umsjónarstofur eftir skipulagi og fara svo saman á sal þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur og dansað í kringum jólatréð.

kl. 8.30 8. bekkur: Stofujól með umsjónarkennara í klukkutíma, svo farið á sal
kl. 9.00 9. bekkur: Stofujól með umsjónarkennara í klukkutíma, svo farið á sal
kl. 9.30 10. bekkur: Stofujól með umsjónarkennara í klukkutíma, svo farið á sal  

Skrifstofa Garðaskóla er lokuð frá og með 21. desember og opnar aftur kl. 8:00 mánudaginn 2. janúar, á skipulagsdegi Garðaskóla. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar.

Kennarar, starfsfólk og stjórnendur Garðaskóla óska nemendum og forráðamönnum gleðilegra jóla með þökk fyrir haustönnina. Hlökkum til að sjá alla á nýju ári.  

Til baka
English
Hafðu samband