Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
11.06.2016 09:57
Þrír með framúrskarandi árangur á grunnskólaprófi í Garðaskóla

Vegna tæknilegra mistaka voru nokkrar einkunnir í einu fagi hjá 10. bekk rangt skráðar. Mistökin voru leiðrétt um leið og þau komu í ljós svo réttar einkunnir fóru inn í Menntagátt.

Þessi leiðu mistök urðu til þess að Ástrós Magnúsdóttir nemandi í 10.NT fékk ekki að taka við viðurkenningarskjali á sal fyrir framúrskarandi árangur á grunnskólaprófi við skólaslit. Voru því þrjár stúlkur sem voru efstar með A í öllum grunnfögum. Skólinn harmar þessi mistök og biður Ástrós og fjölskyldu hennar afsökunar á þeim.

Stjórnendur Garðaskóla óska Ástrós innilega til hamingju með frábæran námsárangur og óska henni velfarnaðar.

Til baka
English
Hafðu samband