Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heilsueflingardagar Garðaskóla 6. og 7. júní

07.06.2016 17:17
Heilsueflingardagar Garðaskóla 6. og 7. júní

Dagana 6. og 7. júní litaðist skólastarf Garðaskóla  af heilsueflingu og útiveru af ýmsu tagi.

Mánudaginn 6. júní fóru allar árgangar í gönguferðir. 8. bekkurinn fór með rútu í Kaldársel og labbaði heim í Garðaskóla. 9. bekkurinn gekk upp á eða í kringum Helgafell á meðan 10. bekkurinn gekk upp að Steini á Esjunni.

Þriðjudaginn 7. júní hófst dagurinn svo á skólahlaupi hjá öllum árgöngum. Við tóku svo mismunandi leikja- og hreyfingarsmiðjur en eftir matinn söfnuðust nemendur saman og horfðu á spretthlaup og æsispennandi fótboltaleik milli nemenda og kennara. Veðrið lék við hópinn allan daginn og það voru kátir starfsmenn og nemendur sem kvöddust seinni partinn.

Myndir frá heilsueflingardögunum má sjá í myndaalbúminu og myndband sem tekur saman dagskrá þriðjudagsins má sjá hér. 

Til baka
English
Hafðu samband