Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfskynningar nemenda í samstarfi við GERT þróunarverkefnið

30.05.2016 15:10
Starfskynningar nemenda í samstarfi við GERT þróunarverkefnið

Garðaskóli er einn þeirra skóla sem er aðili  að GERT þróunarverkefninu ("Grunnmenntun  efld í raunvísindum og tækni") sem ætlað er að auka áhuga grunnskólanemenda á verk- og tæknistörfum. Menntamálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra sveitafélaga standa að verkefninu þar sem markmiðið er að auka þekkingu nemenda á verk- og tæknistörfum, sem og öðrum störfum sem unnin eru í fyrirtækjunum og menntunarleiðum. 

Fjölmörg fyrirtæki sem eru aðilar að GERT tóku á móti nemendum í 10. bekk (alls 17 fyrirtæki) nú í lok síðustu viku. Þá fóru allir nemendur í 8. og 9. bekk (alls um 320 nemendur)  í starfskynningu á mánudag, og voru flestir á vegum forráðamanna. Samvinna heimilis og skóla skiptir hér gríðarlega miklu máli og viljum við þakka forráðamönnum fyrir þeirra aðkomu að þessu stóra verkefni.   

Hægt er að sjá myndir frá mismunandi starfskynningum í myndasafninu.

Til baka
English
Hafðu samband