Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur Garðaskóla sýna á Hönnunarsafni Íslands á Listadögum

04.05.2016 09:05
Nemendur Garðaskóla sýna á Hönnunarsafni Íslands á Listadögum

Í tilefni af Listadögum barna og ungmenna í Garðabæ tóku myndmenntakennarar Garðaskóla sig til og settu upp keramiksýningu nemenda á Hönnunarsafni Íslands.

Verkin eru unnin af 8. bekk eftir leiðsögn um sýninguna Ísland er keramískt þar sem farið var yfir fjölbreyttan feril Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns. Eftir heimsóknina unnu nemendur áfram með hugmyndir í skólanum og sérstök áhersla var lögð á innblástur frá náttúrunni sem var einn helsti áhrifavaldur Steinunnar.

Fullorðnir í fylgd barna fá frítt inn á Hönnunarsafn Íslands á meðan á Listadögum stendur og eru allir hvattir til að koma og kynna sér verk nemenda Garðaskóla. Safnið er opið alla daga frá kl. 12-17, nema mánudaga. Verk nemenda verða til sýnis til 8. maí.

Til baka
English
Hafðu samband