Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stelpur og tækni

02.05.2016 14:20
Stelpur og tækni

Um fjögur hundruð stúlkur úr 9. bekk víðsvegar af landinu og fjölmörg fyrirtæki í tæknigeiranum komu saman í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 28. apríl og kynntu sér tæknigreinar. Markmiðið var að vekja áhuga stúlkna á tækninámi og kynna fyrir þeim tæknifyrirtæki.Tuttugu og tveim stúlkum úr Garðaskóla var boðið að taka þátt og heimsóttu þær HR og hugbúnaðarfyrirtækið Qlik. Var vel tekið á móti hópnum og dagurinn frábær í alla staði.

Í HR þreyttu stelpurnar stærðfræðiþrautir en í Qlik fengu þær örlítið viðameira verkefni sem gekk út á að hanna og byggja sjávarþorp úr legókubbum, með öllum þeim helstu innviðum sem þurfa að vera fyrir hendi. Verkefnið leystu stelpurnar með snilldarbrag.

Dagurinn tókst vel og kveikti áhuga hjá stúlkunum sem gátu sumar vel séð fyrir sér að vinna í tæknigeiranum í framtíðinni. Myndir frá deginum er hægt að sjá í myndasafninu.

 
Til baka
English
Hafðu samband