Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kvikmyndanámskeið fyrir 9. bekk í samstarfi við RIFF

07.04.2016 15:13
Kvikmyndanámskeið fyrir 9. bekk í samstarfi við RIFF

Tíu nemendum í 9. bekk Garðaskóla býðst að taka þátt í kvikmyndanámskeiði á vegum RIFF kvikmyndahátíðar dagana 25.-29. apríl næstkomandi. Námskeiðið er hluti af þróunarverkefni allra grunnskóla Garðabæjar og verður haldið á skólatíma í Garðaskóla.

Á námskeiðinu verður farið yfir handritagerð, upptökur og klippingu með leiðbeinendum úr íslenskum kvikmyndaiðnaði. Afurð hópsins er kvikmyndaverk sem byggir á þessari vinnu. 

Ef áhugi er á þessu námskeiði eru nemendur beðnir um að sækja um rafrænt fyrir fimmutdaginn 14. apríl næstkomandi. Stefnt er á jafnt kynjahlutfall í hópnum. 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband