Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Pálínuboð" í 10.NT

20.11.2015 14:59
"Pálínuboð" í 10.NT

10.NT gerði sér glaðan dag í morgun og hélt „pálínuboð“. Hver nemandi hafði með sér smáræði á sameiginlegt veisluborð þar sem sjá mátti kræsingar af ýmsum toga. Bekkurinn hefur frá því í 8.bekk haft fyrir sið að halda skemmtitíma nokkrum sinnum á önn. Nemendur hafa skipst á að sjá um skemmtitímann. Nokkrir hafa séð um veitingar á meðan aðrir hafa tekið að sér að sjá um skemmtidagskrá.

Þessar stundir hafa verið dýrmætar, þær styrkja tengsl milli nemenda, gefa þeim möguleika á því að koma að skipulagi skólastarfsins og veita þeim tækifæri til þess að sýna á sér nýjar hliðar. Í dag var engin undantekning þó veitingarnar hafi verið veglegri en áður. Hluti strákanna með Leif Árnason í forystu sáu um leik þar sem keppt var í tveimur liðum, stelpur á móti strákum. Sem dæmi um aðra dagskrárliði sem hafa verið í þessum tímum bekkjarins má nefna varúlf, vondulagakeppni, spurningakeppni, hver er undir teppinu og ekki má gleyma fleiri en einu söng- og dansmyndbandi.   

Til baka
English
Hafðu samband