Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfskynningar í Garðaskóla

05.06.2015 14:53
Starfskynningar í Garðaskóla

Allir nemendur í Garðaskóla fóru í starfskynningar dagana 3. og 4. júní. Þáttur foreldra var mjög mikilvægur í  þessu viðamikla verkefni og aðstoðuðu þeir skólann við að koma 455 nemendum á vinnustaði víðs vegar í atvinnulífinu. Starfsfólk skólans er afar þakklátt  fyrir þetta góða samstarf.

Nemendur gerðu síðan grein fyrir heimsóknum sínum í umsjónarhópum og var gaman að fá að heyra hversu fjölbreytt störf voru um að ræða og ólík starfsumhverfi sem nemendur fengu að kynnast.

Myndin er tekin í Stúdíó Sýrlandi þar sem nokkrir nemendur í 10. bekk fóru í stafskynningu 

Hópur nemenda í 10. bekk unnu auglýsingu fyrir Vertu næs verkefni Rauða krossins og afraksturinn má sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=etON1cXVvAE&feature=youtu.be

Til baka
English
Hafðu samband