Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skýrsla um samræmd próf 2014

01.04.2015 11:53

Samantekt um niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk haustið 2014 má nú lesa hér á vef Garðaskóla. Skýrslan er unnin af deildarstjóra 10. bekkjar og fagstjóra í stærðfræði og var kynnt á fundi skólanefndar fimmtudaginn 26. mars síðastliðinn.

Árangur nemenda Garðaskóla er góður eins og verið hefur undanfarin ár. Skólinn stefnir að því að vera yfir landsmeðaltali á öllum námsþáttum. Þetta hefur tekist nema ritunarþátturinn í íslensku er ekki orðinn eins góður og við stefnum að.

Í niðurstöðum fyrir núverandi 10. bekkinga er áberandi hvað strákar ná góðum árangri og ber sérstaklega að fagna því að þeir sýna góðan lesskilning bæði í íslensku og ensku.

Skýrsluna í heild má lesa hér.

Til baka
English
Hafðu samband