Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Áríðandi tilkynning frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

16.12.2014 11:43

Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín í skóla

Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu. Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd með fullorðinna. Nánari upplýsingar eru á shs.is.

Skólahald í Garðaskóla verður samkvæmt stundaskrá í dag og nemendur geta beðið í húsnæðinu eins og þörf verður á. Hér í Garðaskóla geta nemendur hringt í foreldra sína af skrifstofu skólans. Við hvetjum fólk til að tala sig saman og safna krökkum í bíla til að takmarka umferð við erfiðar aðstæður. Við munum ræða við nemendur í anddyrum skólans til að láta þá vita af aðstæðum og fá upplýsingar um hvernig þeir komast heim.

Samstarfskveðja,

Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband