Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynningarmyndbönd um nám og störf

26.05.2014 09:29
Kynningarmyndbönd  um nám og störf

Þessa dagana standa nemendur í 10. bekk frammi fyrir því að velja sér nám næsta vetur. Það er margt í boði og því mikilvægt fyrir nemendur ásamt foreldrum að kynna sér námsframboð vel.  Elín Thorarensen verkefnastjóri í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sendi skólanum eftirfarandi upplýsingar:

Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt Samiðn hafa látið útbúa fjögur stutt myndbönd um þau tækifæri sem felast í störfum í byggingar- og málmiðnaði. Markmiðið er að myndböndin gefi góða innsýn í þessi störf og kveiki áhuga hjá ungu fólki sem er að velja sér framtíðarstarf. Eins er markmiðið að vekja athygli nemenda og foreldra þeirra á hagnýtu og skemmtilegu námi sem opnar leiðir inn í fjölbreytt framhaldsnám og starfsvettvang þar sem eftirspurn er eftir fólki og framtíðarhorfur góðar.

Myndböndin eiga að nýtast nemendum, foreldrum, náms- og starfsráðgjöfum og öðrum fræðsluaðilum. Hvert myndband er 90 sekúnda langt en mælt er með því að horfa á þau öll til að fá heildarmyndina.
Þótt skólastarfi ljúki á næstu dögum þá er það von okkar sem að þessum stöndum að hægt er að kynna þetta fyrir nemendum t.d. með því að setja á heimasíðu skóla og/eða senda til foreldra. Einnig að þau verði nýtt næsta vetur í náms- og starfsfræðslu.

Hér er hægt að skoða myndböndin en þau má finna inni á Youtube:
Smíða
Byggja
Framleiða
Um störfin

Eins lét Rafiðnaðarsambandið nýlega gera fimm myndbönd um störf í rafiðnaði :
Störf í rafiðnaði
Óbeint rafmagn
Hvernig komst ég hingað?
Framtíðin, menntun og störf
Allt hægt með rafmagni

Myndböndin eru hluti af verkefni sem unnið er í ráðuneytinu sem hefur það markmið að efla kynningu á iðn-, verk- og tækninámi. Sjá nánar: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/8010

Til baka
English
Hafðu samband