Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagur

05.03.2014
ÖskudagurNemendur og starfsmenn halda áfram öflugu skólastarfi á öskudaginn. Lífið í skólanum er kryddað heilmikið með fjölmörgum skemmtilegum búningum. Nornir og álfar þurfa að vara sig á föstum skotum frá David Beckham og LeBron James. Karíus þarf að vara sig á Dr. Garðari og allir sjúklingar eru í góðum höndum sjúkraflutningamanna, slökkviliðs. Lögreglan er á hliðarlínunni og fylgist með að allt fari vel fram. Góða skemmtun í dag! 
Til baka
English
Hafðu samband