Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarleyfi Garðaskóla

15.06.2013 11:47
Starfsfólk Garðaskóla þakkar nemendum, foreldrum og öðrum samstarfsaðilum skólans kærlega fyrir gott samstarf á skólaárinu 2012-2013. 

Skrifstofa Garðaskóla verður lokuð vegna sumarleyfa frá 24. júní og opnar að nýju fimmtudaginn 8. ágúst. Þeim sem þurfa að hafa samband við skólann á þessu tímabili er bent á að senda skólastjóra póst á netfangið brynhildur(hjá)gardaskoli.is.

Skólaárið 2013-2014 hefst föstudaginn 23. ágúst sem er fullur skóladagur. Dagskrá fyrsta skóladags verður nánar auglýst í ágúst.

 


Til baka
English
Hafðu samband