Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
15.11.2012 14:32
Blár dagur gegn einelti

Í dag var blár dagur gegn einelti í Garðaskóla. Nemendaráðgjafar skólans sáu um að auglýsa og skipuleggja daginn og má segja á þátttaka nemenda og starfsmanna hafi verið mjög góð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum klæddust flestir einhverju bláu og sýndu þannig í verki að þeir taka afstöðu gegn einelti. Við vonum að umræður og uppbrot af þessu tagi minni okkur á mikilvægi jákvæðra samskipta og hve góð áhrif þau hafa á líðan og skólabraginn í heild.   Myndir...

Til baka
English
Hafðu samband