Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsklukkan - e. Halldór Laxness

08.02.2011
Íslandsklukkan  -  e. Halldór Laxness

Þessar vikurnar lesa nemendur í fjölbrautaáfanganum íslensku 203 Íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness og vinna margvísleg verkefni. Meðal verkefna má nefna viðamikla bókmenntaritgerð, efnisspurningar, hugleiðingar, hópverkefni og fleira.

Föstudagskvöldið 4. febrúar fór fjölbrautahópurinn ásamt íslenskukennara í Þjóðleikhúsið til að sjá Íslandsklukkuna á sviði.

Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar í alla staði. Mikil ánægja var með sýninguna og má segja að krakkarnir hafi verið í sjöunda himni og ánægðir með að sjá persónur bókarinnar glæddar lífi.
Rósa

Til baka
English
Hafðu samband