Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Minn Erró þemavinna í 9. bekk

27.05.2010
Minn Erró
Þemavinna 2.- 4. júní 2010

Miðvikudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn 2.- 4. júní verða þemadagar í 9. bekk. Nemendur mæta þessa daga kl. 9.00 en skóladegi lýkur kl. 14.00. Nemendur hefja fyrsta þemadaginn í gryfju skólans.
Þemadagarnir bera heitið ,,Minn Erró” en lögð verður áhersla á að kynnast íslenskum samtíma-listamanni Íslendinga, Erró, lífshlaupi hans og verkum. Nemendur eiga síðan í kjölfarið að útfæra eigið listaverk sem verður einstaklingsverkefni eða hópverkefni í anda Errós - „Minn Erró“.
Sýning á verkefnum og úrvinnslu fer fram í gryfju skólans kl. 11.00 þriðja þemadaginn.
Foreldrar eru boðnir velkomnir á sýninguna.

Verkefni verða unnin á ákveðnum svæðum - ,,listasmiðjum” í skólanum. Nemendur hafa þegar valið sig í hópa þar sem þeir útfæra síðan eigin hugmyndir í anda Errós.
Stundatöflur á þemadögum og listar með nöfnum nemenda þar sem fram kemur hvar þeir eru skráðir í hóp- , , eða verða hengdar upp í anddyrum og víðar í skólanum.

Myndlist, hönnun og smíðaverk
Ritverk, ljóð, ljósmyndir og stuttmyndir
Tónlist, dans og leikur
Margmiðlun og/eða annað

Nemendur eru beðnir um að koma með efnisbúta af ýmsu tagi, blúndur, borða, tímarit, dagblöð, myndavélar/upptökuvélar, hljóðfæri, tónlist og/eða annað sem nota má við verkefnavinnu og úrvinnslu. Það sem nemendur koma með þarf auðvitað að vera í samræmi við verkefnaval.

Matsalan verður opin á þemadögum en úrval með aðeins öðru sniði en vant er þ.e. meira af léttum réttum og bakkelsi en aðra daga en ekki heitur matur.
Til baka
English
Hafðu samband