Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

8. bekkur í Bláfjöllum

04.03.2010
8. bekkur í Bláfjöllum

Útlitið fyrir fyrirhugaða skíðaferð 8.bekkjar hjá Garðalundi var ekki góð. Viku fyrir áætlaða brottför voru margir sem voru harðákveðnir um að fara ekki. Fimmtudaginn fyrir brottför komu svo einstaklingar í hrönnum til að fá að fara í ferðina, en þá hafði snjóað um nóttina og fyrirsjáanlegt að það yrði farið á skíði. Nemendur voru látnir gera aukaverkefni í tonnavís sem foreldrar áttu að fylgja eftir.

Ferðin var farinn 1. mars kl. 09:45 en þegar við komum í Bláfjöll voru brekkurnar ekki orðnar tilbúnar þannig að krakkarnir þurftu að bíða til kl. 15:00 eftir að lyfturnar opnuðu. Um kvöldið var svo „tjillað“ og lagst á bænir um meiri snjó.

Fyrri partur þriðjudags fór líka í bið þar sem það hafði snjóað um nóttina. Eftirvæntingin var það mikil að fjöldin allur af krökkum fór út í brekkurnar þrátt fyrir að þurfa að labba upp brekkurnar.
Miðvikudagsmorgun fór svo í frágang en það tók lengri tíma en ætlast var til vegna þreytu í mannskapnum sem kom ekki nálægt Íslandsmetinu í frágangi. Eftir frágang var öllum hent út í brekkurnar fram að brottför.

Myndir frá ferðinni

Í heildina var ferðin ágæt.

Til baka
English
Hafðu samband