Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Áhugasviðskönnun í 10. bekk

21.01.2010 16:55
Áhugasviðskönnun í 10. bekk Þeir nemendur í 10. bekk sem skráðu sig í áhugasviðskönnun hafa verið að taka könnunina hjá námsráðgjöfum á síðustu dögum. Um er að ræða nýja íslenska rafræna áhugasviðskönnun sem ber nafnið Bendill I og er ætlað að aðstoða nemendur við ákvörðun um val á námi eða starfi. Könnunin er hönnuð frá grunni hér á landi og er byggð á íslenskum atriðum sem endurspegla vinnumarkað og námsframboð hérlendis. Bendill I tekur mið af því vali sem nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir á mörkum skólakerfa. Niðurstöður eru settar fram á myndrænan hátt og er úrlausn unnin með nokkrum nemendum í hópi og verður það gert í lok janúar.
Nánari upplýsingar um könnunina er að finna á www.bendill.is og gott er að skoða krækjuna Spurt og svarað.
Til baka
English
Hafðu samband