Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti skóladagur hjá 8. bekk

21.08.2009

Þriðjudagurinn 25. ágúst er fyrsti kennsludagur í Garðaskóla og verður hann með óhefðbundnum hætti hjá nemendum í 8. bekk. Boðið verður upp á fjölbreyttar kynningar á starfsemi skólans sem er liður í að gera skólaskiptin auðveldari fyrir nýjan hóp nemenda. Hver bekkur mun fá sína eigin dagskrá þennan dag og fær heimsóknir frá námsráðgjöfum, skólastjórnendum og hjúkrunarfræðingi. Í þessum kynningum verður farið yfir ýmis hagnýt atriði sem auðvelda nemendum að hefja störf á nýjum vinnustað. Þá mun umsjónarkennari hvers bekkjar fara í notkun handbókar og gefa nemendum tækifæri á að kynnast bekkjarfélögum sínum með spjalli og hópefli. Einnig gefst tækifæri til að kynnast skólabyggingunni. Nemendur þurfa að hafa með sér skriffæri og handbók.
Dagskrá er hér fyrir neðan en fyrri frímínútur (kl. 9.30-9.50) verða með þeim hætti að allir nemendur í 8.bekk koma á sal skólans þar sem tækifæri gefst til að ræða saman. Mikilvægt er að nemendur komi með nesti að heiman fyrir þessar fyrstu frímínútur. Hefðbundin kennsla hefst síðan samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 26. ágúst.

Dagskrá:

8.30- 8. 50 Allir nemendur í 8. bekk mæta á sal skólans
8.50 – 9.30 Dagskrá í stofum – hver bekkur fær afhenta dagskrá
9.30 – 9.50 Frímínútur á sal skólans – nesti að heiman
9.50 – 11.10 Dagskrá í stofum
11.10 – 11.20 Frímínútur
11.20 – 12.40 Dagskrá í stofum. Skóladegi lýkur kl. 12.40

Það er von okkar að með þessum hætti verði skólabyrjun í nýjum skóla auðveldari fyrir nemendur og að þeir fái tækifæri á að kynnast starfsemi skólans, bekkjarfélögum, starfsfólki og þeim siðum og venjum sem eru við lýði á nýjum vinnustað.
Með kærri kveðju og von um gott samstarf á komandi skólaárum

Starfsfólk Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband