Þemadagar í Garðaskóla
05.06.2009 12:39
Dagana 3. – 5. júní voru þemadagar í Garðaskóla. Þemað var í anda hins mikla listamanns Errós. Farið var á listasafn Reykjavíkur fyrsta daginn en þar var Erró með glæsilega sýningu á verkum sínum. Einnig svöruðu krakkarnar spurningum um Erró og horfðu á heimildarmynd um listamanninn. Í lok dagsins settust þeir niður og ákváðu í hópum hvað þeir ætluðu að taka sér fyrir hendur næsta dag. Þá var komið að verkefnavinnu en krakkarnir fengu að ráða sjálf hvað þeir myndu gera. Var þeim skipt niður í 4 hópa en hver hópur hafði sitt þema. Á lokadeginum voru verkefnin flutt og tókst það vel til. Verkefnin voru sannarlega mjög fjölbreytt og útkoman virkilega glæsileg. Augljóst var að mikil vinna hafði verið lögð í verkefnin . Það leynast greinilega margir listamenn í Garðaskóla og kannski framtíðar Erróar. Fyrir hönd rithóps á þemadögum.