Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stíll 2008

24.11.2008
Stíll 2008

Úrslitakeppni Stíls fór fram í íþróttahúsinu Smáranum á laugardagskvöld. Keppnin var hörð enda margir flottir búningar til sýnis og hóparnir alls 60 talsins. Sigurvegarar kvöldsins voru okkar stelpur, þær Ágústa Ýr Guðmundsdóttir, Þóra Sayaka Magnúsdóttir, Dögg Gísladóttir og módelið þeirra Gunnhildur Eva Gunnarsdóttir. Frábær árangur, til hamingju með það stelpur! Þær hlutu einnig verðlaun fyrir bestu möppuna. Búningurinn þeirra þótti lifandi og stílhreinn. Gunnhildur gekk tignarlega fram á sviðið í balletskónum sínum og með fallega uppsett hárið og skemmtilegt hárband í stíl við pilsið. Það var þakið boltum sem voru alls konar á litinn og toppurinn vafinn úr satínborðum. Félagsmiðstöðin Mekka úr Kópavogi lenti í öðru sæti enda vel að sætinu komin með búning úr hekluðum plastpokum. Í því þriðja var hópur frá félagsmiðstöðinni Hrauninu úr Hafnarfirði með skemmtilega útgáfu af tjullpilsi og skikkju búna til úr geisladiskum. Hópurinn sem hlaut verðlaun fyrir besta hárið var einnig frá Kópavogi úr félagsmiðstöðinni Þebu.

Til baka
English
Hafðu samband