Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn að Gljúfrasteini

27.10.2008
Heimsókn að GljúfrasteiniÍ tengslum við umfjöllun og verkefnavinnu um skáldið Halldór Laxness fóru íslenskukennararnir með 9. árganginn í heimsókn að Gljúfrasteini. Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið en var opnað almenningi sem safn í september 2004.

Nemendur fengu margmiðlunarsýningu þar sem farið var yfir ævi og verk Halldórs í máli og myndum. Eftir sýninguna fengu nemendur leiðsögn um húsið en heimili og vinnustaður skáldsins eru látin haldast óbreytt. Það var mjög áhrifaríkt að ganga um Gljúfrastein og hlusta á Halldór og konu hans Auði segja frá því hvernig lífið gekk fyrir sig á heimili þeirra á árum áður.

Nemendur voru sammála um það að heimsóknin hafi verið fróðleg og skemmtileg og veitt þeim betri innsýn og skilning á lífi skáldsins.

Til baka
English
Hafðu samband