Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Munnleg próf í 10. bekk

27.05.2008
Nemendur í 10. bekk eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir munnleg próf í ensku og dönsku. Nemendur vinna saman í pörum að því að semja stutt samtöl sem síðan verða flutt fyrir kennara og prófdómara. Í dönsku eiga nemendur að búa til handrit sem þeir skila um leið og þeir taka prófið. Munnlega dönskuprófið fer fram mánudaginn 2. júní og enskuprófið 3. júní. Prófin eru hluti af lokaeinkunn nemenda frá grunnskólanum. Þetta eru síðustu verkefnin sem nemendur skila af sér hér í Garðaskóla áður en þeir útskrifast og halda af stað út í fjölbreytta framtíð.
Til baka
English
Hafðu samband