Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur frá Cornwall

10.03.2008
Nemendur frá Cornwall

Krakkarnir voru staddir á Íslandi í jarðfræðiferð með tveimur kennurum sínum og höfðu í vikunni ferðast á Þingvelli, Snæfellsnes og fleiri staði á suðvesturlandi til að skoða ýmis jarðfræðileg fyrirbæri sem ekki eru til staðar á Bretlandi.  Nemendur úr 10. bekk Garðaskóla tóku vel á móti bresku krökkunum, buðu þeim veitingar og sýndu þeim skólann. Það fór vel á með hópunum og enskan stóð síður en svo í okkar nemendum sem spjölluðu um heima og geima við gestina.

Þessi heimsókn frá Mounts Bay School er ef til vill upphafið að frekara samstarfi milli þeirra og Garðaskóla. Mounts Bay leggur í skólastarfi sínu áherslu á íþróttir og starfsnám. Garðaskóli hefur nú hafið undirbúning að verk- og starfsgreinabraut við skólann og því gæti verið athyglisvert að skoða hvernig skólinn í Cornwall byggir slíkt nám upp.

Til baka
English
Hafðu samband