Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndagetraun á bókasafni

19.02.2008
Myndagetraun á bókasafniMyndagetraun 2 var í gangi á skólasafninu vikuna 21.- 25. janúar. Glærusýning með myndum af þekktum byggingum um víða veröld var sýnd í matarhléum og frímínútum alla vikuna. Sem fyrr vakti getraunin mikla athygli nemenda og enn fleiri spreyttu sig en í síðustu getraun. Alls skiluðu 50 nemendur inn svarseðlum. Verðlaunaafhending fór fram á safninu í hádegishlénu þriðjudaginn 29. janúar. Oktavía Jóhannsdóttir í 9.BB var með öll svörin rétt og hlaut að launum bókina 501 Must-visit cities. Aðrir 10 voru með nánast rétt svör og fengu sleikibjóstsykur. Næsta myndagetraun verður í vikunni 25.-29.febrúar.
Til baka
English
Hafðu samband