Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

29.3.2012
Foreldrafélag Garðaskóla
Fundur með bekkjarfulltrúum um vorferðir 8. og 9. bekkjar.

17:30 - 18:00
Mætt: Steinunn, Ágústa, Kristbjörg, Björn stjórn. Helga María og Vigdís Th Garðaskóla.
Undirbúningur. Steinunn fjallaði um niðurstöður úr nýlegri skoðanakönnun sem snúa að greiðslum fyrir viðburði. Fram kom að 89% foreldra eru tilbúnir að greiða fyrir einstakar ferðir á vegum skólans, og 75% eru tilbúnir að leggja árlega til framlag sem væri notað til að styðja við ýmsa atburði. Það er því ljóst að stjórnin hefur samþykki meiri hluta foreldra til að halda áfram að vinna að þessum vorferðum.
Rædd útfærsla á ferðalögunum og bréfum til foreldra. Helga og Vigdís vinna áfram að framkvæmd.

18:00 - 19:00
Níu bekkjarfulltrúar mættir.
Steinunn kynnti ofan nefndar niðurstöður. Niðurstöður könnunarinnar í heild verða kynntar á aðalfundi foreldrafélagsins í lok apríl.

Ágústa kynnti nauðsyn þess að foreldrafélagið komi að ferðum á vegum skólans, þ.e. skólanum er ekki heimilt innheimta greiðslur fyrir viðburði á vegum skólans. Því hafa vorferðir í 8. og 9. bekk lagst af en hvað varðar 10. bekk, þá hefur félagsmiðstöðin Garðalundur séð um hefðbundna útskriftarferð undan farin ár.

Helga kynnti fyrirhugaðar ferðir, sitt hvor ferðin fyrir árgangana í byrjun júní. Þátttaka í ferðunum er valfrjáls og verður dagskrá í skólanum fyrir þá sem kjósa að taka ekki þátt. Bréf til foreldra verða send út fyrir páska.
Stjórnin mælist til að bekkjarfulltrúar taki nú við boltanum og sjái um framkvæmdina í samvinnu við skólann.

8. bekkur: Eins dags ferð. Bekkjarfulltrúi kom með ágæta hugmynd um smá breytingu. Frekar ódýr ferð, krefst ekki fjáröflunar. 2 bekkjarfulltrúar (Rakel Rán og Gunnar Stefáns) munu sjá um skipulag, hóa saman bekkjarfulltrúum/foreldrum, m.m.

9. bekkur. Tveggja daga ferð. Verður skipt í 2 hópa, u.þ.b. 65+65. Þessi ferð er nokkuð dýrari en sú fyrri, og því er rétt að gefa kost á einhvers konar fjáröflun fyrir þá sem vilja, en hver safni þá fyrir sig. Björn mun hóa saman bekkjarfulltrúum og fá þetta í gang þ.a. hægt að byrja að skipuleggja fjáröflun.

Almennar umræður.
Það er gagnlegt að bekkjarfulltrúar (árganga) hittist allir saman. Foreldrar þurfa líka að hittast (sem gerist frekar í 8.bekk). Skortur á svörum/endurgjöf til skipuleggjenda þýðir ekki endilega að fólk ætli ekki að mæta.
Rætt um foreldrarölt og útivistartíma.
Rætt um Garðalund og upplýsingaflæðið frá þeim.
Rætt um matarmál.

Góður og gagnlegur fundur. Takk fyrir :)

English
Hafðu samband