Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
7. fundur stjórnar, 29. febrúar 2012 18:00
Mætt: Steinunn, Theodóra, Björn, Kristbjörg. Auk þess Ragnar skólastjóri og Brynhildur aðstoðarskólastjóri.

Dagskrá: Fundur með skólastjórnendum. Viðhorfskönnun meðal foreldra.

Það eru breytingartímar. Ytri og innri aðstæður valda því að breytingar á starfinu hafa verið mikið ræddar og eru áætlaðar innan skólans, m.a. til langs tíma. Innri aðstæður eru t.d. vangaveltur um hvort rétt sé að stytta hverja kennslustund. Ytri aðstæður er t.d. minnkandi fjöldi nemenda. Skólinn var stærstur 700, er núna um 390 krakkar. Þetta hefur áhrif á starfið sem haldið er úti. Skólinn á erfitt með að meta fjölda nemenda á komandi önnur, ákvarðanir í nágrannasveitarfélögum gætu m.a. spilað þar inn í.

Það er ágætt að hafa skóla sem einbeitir sér að unglingastigi. Kennarar læra betur að vinna með þessum aldri, og 8. bekkingar upplifa að það sé komið fram við þau á fullorðinslegan hátt. Það er samt stefna skólans að krakkarnir eigi og megi halda í bernskuna meðan þau eru í skólanum.

Skólaárið er nokkru lengra í Garðaskóla en í öðrum sveitarfélögum, sem hefur stundum valdið smávægilegum vandræðum fyrir foreldra og nemendur sem eru að útskrifast. Foreldrar mætta gjarnan taka afstöðu til þess hvort það eigi að stytta það.

Rætt um fjármögnun atburða.

Rætt um foreldralaus samkvæmi. Skólinn veit af vandanum og þetta er í ferli. Unglingarnir í Garðabæ eru annars rólegir í dag miðað við ástandið fyrir nokkrum árum síðan, en það þarf samt alltaf að vera á varðbergi. Fundur sammála um að foreldrarölt sé ágætt.

Rætt um þátttöku foreldra í skólastarfi. Skólinn á alla jafna mjög gott samstarf við foreldra og leitast við að þeir taki þátt í starfinu. Hefur mikil samskipti við/til foreldra, netið hentar mjög vel til þess.

Kynfræðsla innan skólans hefur verið í föstum skorðum undanfarin ár. Ábending frá stjórn til skólans um að sumir krakkar í 8. bekk hafa skoðanir hvað sé eðlilegt í kynlífi sem veldur áhyggjum.

Rætt um skoðanakönnunina sem stjórnin vill senda út til foreldra. Óskað eftir endurgjöf frá skólanum. Ragnar kom með nokkrar ábendingar sem fara inn í könnunina.
Brynhildur upplýsti að innan skólans (gæðanefnd) hefði skoðanakönnunum með svipuðum formerkjum verið á áætlun. Það kom einnig fram að í Hofsstaðaskóla er komin reynsla að notkun svona rafrænna kannana til foreldra, við getum lært af þeim.
Skólinn hefur starfsmann sem hefur komið að því að smíða rafrænar kannanir, stjórnin mun leita til hans um aðstoð.

Í tengslum við könnunina (sem m.a. spyr um notkun krakka á spjallsíðum) þá var upplýst að skólinn er með þráðlaust net en það er lokað fyrir nemendur. Auk þess er lokað á facebook fyrir nemendur á föstum tölvum.

Skólinn mun fá fyrirlesara frá SAFT (saft.is) til að upplýsa kennara um netöryggi barna og hvernig krakkar eru að nota netið í dag.

Garðaskóli mun fylgjast með og fá upplýsingar um reynslu annarra skóla af hinum ýmsu gerðum spjaldtölva, en engin ákvörðun hefur verið tekin um kaup á slíku. Það er ekki ljóst að ávinningurinn af spjaldtölvum sé mikill, en t.d. upphafskostnaður væri líklega hár, kostnaður vegna kaupa/leigu á rafrænum bókum er óljós og þær henta e.t.v. ekki til að glósa. Núverandi tölvur skólans nýtast vel í skólastarfi, og skólinn á t.d. nú þegar sérstakan  kennsluhugbúnað sem hentar mörgum krökkum.

Fundi slitið 19:50

English
Hafðu samband