Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
6. fundur stjórnar, 08.02.2012 18:00
Mætt: Steinunn, Ágústa, Kristbjörg, Dórothea, Björn.

Dagskrá: Aukafundur. Undirbúningur könnunar til foreldra.

Það hafa komið dæmi um foreldralaus samkvæmi þar sem unglingar hafa haft áfengi um hönd. Vegna þess ætlar stjórnin að senda hvatningu til allra foreldra um að leyfa ekki foreldralaus samkvæmi.

Rætt um nokkur atriði frá fundi skólaráðs. Ýmsum finnst jólapróf vera of snemma í desember og tíminn að prófum loknum nýtist ekki nægjanlega vel fyrir skólastarfið.

Rætt um félagsmiðstöðina Garðalund. Hún ætti ekki síst að vera fyrir unglinga sem eru minna félagslega sterkir. Eru þeir að mæta? Foreldrar vita lítið hvað er að gerast hverju sinni.

Tinna frá Garðalundi tekin tali. Það væri gott ef foreldrar væru látnir vita um stærri atburði gegnum tölvupóst/Mentor, en auk þess skiptir máli að hafa þessar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Garðalundar. Að sögn Tinnu hefur verið lítil klíkumyndun í vetur, a.m.k. borið saman við fyrri ár. Það er þó a.m.k. einn hópur sem heldur sig út af fyrir sig utan matsalar. Starfsfólk Garðalundar er boðið og búið til að vinna með krökkum og foreldrum, en þátttaka á venjulega atburði fer minnkandi ár frá ári og foreldrar hafa ekki sýnt starfinu áhuga, t.d. á kynningarfundi fyrir foreldra mætti eitt foreldri.

Steinunn var búin að setja upp grind fyrir könnun fyrir foreldra. Haldið áfram að forma hana til og bæta við spurningum, m.a. byggt á punktum sem tengjast fundinum hjá skólaráði. Það náðist ekki að fara yfir hlutann sem snýr að notkun á samskiptasíðum, það verður haldið áfram að vinna þetta gegnum tölvupóst. Þessi könnun verður unnin í samráði við Garðaskóla. Auk þess gæti verið gagnlegt að fá endurgjöf frá Garðalundi.

Fundi slitið 19:30

English
Hafðu samband